4. nóvember 2013

Birkir Orri mælir með...

Ein af mínum uppáhalds bókum er eftir Þorgrím Þráinsson og  heitir Með fiðring í tánum. Þetta er fyrsta bók Þorgríms og var gefin út árið 1989. 

Sagan fjallar um 13 ára strák sem heitir Kristinn og er kallaður Kiddi.  Hann býr í Reykjavík en fer í sveit til afa sinnar og ömmu. Hann er duglegur í skólanum en fótbolti á hug hans allan. Tryggvi er besti vinur Kidda og svo er það Sóley sem hann er bálskotinn í. 

Sagan gerist á einu sumri.  Kiddi er að klára skólann og á að fara í sveitina til afa og ömmu til að hjálpa þeim.  Þó svo að honum finnist gaman í sveitinni vill hann helst ekki fara því hann vill halda áfram að æfa fótbolta með Æskunni og komast í aðalliðið. Í sveitinni hittir hann Sóleyju sem hann verður bálskotinn í.  Kiddi er duglegur að æfa sig í fótbolta  og kemur tvíelfdur til baka og kemst í liðið.  Kiddi var hetja leiksins og skoraði.  Ekki skemmdi það fyrir að Sóley var mætt á leikinn til að horfa á. 

Þessi bók er mjög skemmtileg.  Hún fjallar um venjulega krakka og venjulegt líf og svo er hún bæði spennandi og fyndin. Það verða líka allir að lesa bækurnar Tár, bros og takkaskór og Mitt er þitt en þær eru sjálfstætt framhald þessarar bókar.  

Birkir Orri Viðarsson 8.FÓ

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan