Bergrún Björk og Kristján Pétur í úrslit Stóru upplestrarkeppninnar
Mánudaginn 2. mars, voru þau Bergrún Björk R. Önnudóttir úr 7.LA og Kristján Pétur Ástþórsson úr 7. ÍÁ valin úr hópi 8 nemenda í 7. bekk til að vera fulltrúar Heiðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hljómahöllinni 11.mars nk. Fjóla Margrét Viðarsdóttir úr 7.ÍÁ var jafnframt valin varamaður. Aðrir keppendur voru þau . Öll stóðu þau sig með stakri prýði og reyndist dómnefndinni það verkefni að velja aðeins tvo fulltrúa afar erfitt. Dómnefndina skipuðu þrír fyrrverandi skólastjórar Heiðarskóla þau Gunnar Þór Jónsson, Haraldur Axel Einarsson og Sóley Halla Þórhallsdóttir. Á meðan að dómararnir réðu ráðum sínum fluttu tveir nemendur úr 7. bekk og einn úr 6. bekk tónlistaratriði. Það voru þeir Kristján Pétur og Snorri Rafn sem spiluðu á gítar og Hanna Katrín spilaði á trompet.
Allir nemendur í 7. bekk hafa fengið góða þjálfun í upplestri á undanförnum vikum og mun sú reynsla vafalaust nýtast þeim öllum vel.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.