Barnahátíð Reykjanesbæjar verður sett fimmtudaginn 7. maí
Á morgun, fimmtudaginn 7. maí, verður Barnahátíð Reykjanesbæjar sett í Duus húsum kl. 12.30. Nemendur í 4. bekk í grunnskólum bæjarins munu vera viðstaddir setninguna og verður þeim boðið upp á safa og kex. Þar sem Heiðarskóli er með starfsdag þennan dag eru nemendur okkar í fríi en 4. bekkingarnir okkar eru samt sem áður velkomnir í fylgd með foreldrum.
Í Duushúsum verða til sýnis verkefni nemenda úr leik- og grunnskólum bæjarins og Fjölbrautaskólans. Frá okkar unga fólki má sjá verkefni úr smíði, textíl og myndlist. Sýningin stendur yfir í tvær vikur og hvetjum við nemendur og foreldra/forráðamenn þeirra eindregið til að skoða þessa ágætu sýningu.