8. nóvember 2016

Baráttudagur gegn einelti í dag, 8. nóvember

Í dag, 8. nóvember, er Baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2011 með það markmið að vekja sérstaka athygli á þessu mikilvæga málefni.
 
Við í Heiðarskóla tökum þátt með því að hafa fræðslu um einelti og jákvæð samskipti í öllum bekkjum skólans í þessari viku. Við hvetjum foreldra og forráðamenn einnig til þess að taka umræðuna heima með barninu sínu.
 
Hér er vefslóð inn á stutt myndband þar sem feðginin Selma Björk Hermannsdóttir og Hermann Jónsson ræða reynslu sína af einelti. Einnig er hægt að nálgast fleiri upplýsingar í tengslum við einelti á heimasíðunum  gegneinelti.is, jerico.is og saft.is
 
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan