3. apríl 2017

Auglýst er í stöður kennara í Heiðarskóla

Heiðarskóli óskar eftir að ráða áhugasama og metnaðarfulla kennara til starfa á næsta skólaári.

 

Starfssvið:

  • Kennsla á unglingastigi
  • Umsjónarkennsla á yngsta stigi
  • Umsjónarkennsla á miðstigi

 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góðir samstarfshæfileikar
  • Metnaður til að ná góðum árangri í skólastarfi
  • Áhugi á þróun skólastarfs

Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2017 en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst.

 

Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur.

 

Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin.

 

Upplýsingar veitir Haraldur Axel Einarsson, skólastjóri, í síma 698-7862 eða á netfangið haraldur.a.einarsson@heidarskoli.is eða Bryndís Jóna Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 868-4906 eða á netfangið bryndis.j.magnusdottir@heidarskoli.is.

 

Í Heiðarskóla er öflugur starfsmannahópur og þar er lögð áhersla á metnaðarfullt skólastarf. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan