Árshátíð Heiðarskóla föstudaginn 20. mars
Árshátíð Heiðarskóla verður haldin föstudaginn 20. mars og er að venju þrískipt. Þema hátíðanna í ár er ævintýri.
Tímasetningar eru sem hér segir:
1. - 3. bekkur - Mæting 8.10, hátíð hefst 8:30
4. - 7. bekkur - Mæting 10:00, hátíð hefst 10:20
8. - 10. bekkur - Mæting 12:30, hátíð hefst 12:45
Skapast hefur sú hefð að hafa kaffiveitingar að árshátíðunum loknum. Leitum við nú sem endra nær til foreldra í þeim efnum.
Eftirfarandi á við kaffiveitingar í 1.-7. bekk:
Hver stúlka er beðin um að koma með 20-24 stk. af t.d. múffum, brúnkum, snúðum eða skinkuhornum. Drengir eru beðnar um að koma með 1 lítra af drykk (gos eða safa). Kaffi verður í boði skólans. Nemendur þurfa að skila bæði drykkjum og kökum til umsjónarkennara fimmtudaginn 19. mars, daginn fyrir árshátíðina.
Eftirfarandi á við kaffiveitingar fyrir nemendur í 8. - 10. bekk:
Nemendur í 8. bekk eru beðnir um að koma með 2 lítra af drykk (gos eða safa) og nemendur í 9. og 10. bekk eru beðnir um að koma með köku eða brauðrétt. Kaffi verður í boði skólans. Nemendur þurfa að skila bæði drykkjum og kökum í heimilisfræðistofu áður en þeir eiga að vera mættir í stofu kl. 12.30.
Þennan dag mun sólmyrkvi sjást á Íslandi ef veður leyfir. Dagskrá hefur verið hliðrað til svo að allir nemendur fái tækifæri til að sjá hann í hámarki kl. 9:37 ýmist heima eða í skólanum.
Foreldrar eru hjartanlega velkomnir!
Athugið að árshátíðardagurinn er skertur nemendadagur. Frístundarskólinn er lokaður þennan dag.