Árshátíð Heiðarskóla 2019
Föstudaginn 29. mars fer árshátíð Heiðarskóla fram í 20. sinn. Árshátíðin er að venju þrískipt og má sjá tímasetningar hér fyrir neðan.
Í tilefni þess að skólinn á 20 ára afmæli verða árshátíðaratriðin með örlítið breyttu sniði. Lög og atriði úr Kardimommubænum verða leikin og sungin á árshátíð 1. - 3. bekkja og 4. - 7. bekkja þannig að úr verður heildarverk á hvorri árshátíð fyrir sig. Æfingar hafa farið fram hjá Guðnýju í leiklist, hjá Mumma í tónmennt og hjá umsjónarkennurum. Gaman verður að sjá hvernig til tekst.
Nemendur í leiklistarvali á unglingastigi munu svo flytja þeirra útgáfu af leikritinu í heild sinni á árshátíð unglingastigs. Sýningin stendur yfir í u.þ.b. 90 mínútur. Almennar sýningar á verkinu verða auglýstar síðar.
Tímasetningar eru sem hér segir:
1. - 3. bekkur: Mæting í heimastofu kl. 8.10, hátíð hefst kl. 8:30.
4. - 7. bekkur: Mæting í heimastofu (nema annað sé tekið fram) kl. 10:15, hátíð hefst kl. 10:30.
8. - 10. bekkur - Mæting í heimstofu kl. 12:45, hátíð hefst kl. 13:00.
Að hverri sýningu lokinni verður nemendum og gestum boðið upp á skúffuköku í tilefni af afmæli skólans.
Árshátíðardagurinn er skertur skóladagur og frístund lokuð.