13. mars 2017

Árshátíð Heiðarskóla 2017 - Upplýsingar

Nemendaárshátíðir

 

Fimmtudaginn 16. mars verða haldnar nemendaárshátíðir á sal skólans fyrir yngsta- og miðstig. Nemendur hvers stigs eru þá samankomnir á sal þar sem þeir sýna og horfa á atriði. Ekki er gert ráð fyrir að foreldrar/forráðamenn séu gestir þennan daginn. Skipulag dagsins er á þessa leið:
 
Kl. 8.10 – 5. - 7. bekkur.
Kl. 9.50 – 1. - 4. bekkur. 
Kl. 12.30 – Generalprufa fyrir unglingaleikritið Vertu þú sjálfur. Nemendur í 5. - 7. bekk horfa á. 
 
Að öðru leyti er kennt samkvæmt stundaskrá.
 

Föstudaginn 17. mars er svo árshátíð Heiðarskóla 2017. 

 

Árshátíðin er þrískipt og eru tímasetningar sem hér segir:
 
1. - 4. bekkur – Mæting í heimastofu kl. 8.10, hátíð hefst kl. 8:20
5. - 7. bekkur - Mæting í heimastofu kl. 10:15, hátíð hefst kl. 10:30
8. - 10. bekkur - Mæting í heimastofu kl. 12.45, hátíð hefst kl. 13.00
 

1. - 7. bekkur

 
Nemendur í 1. - 7. bekk halda til í heimastofum sínum ásamt umsjónarkennara og koma í salinn til að sýna sín atriði samkvæmt dagskrá. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir á sal skólans.
 
Að öllum atriðum loknum bjóða nemendur gestum sínum upp á kleinur og kaffi í heimastofum. Nemendur koma með nesti sem þeir borða þegar það hentar hópnum miðað við niðurröðun atriða. Má það vera sætabrauð og drykkur. Leyfilegt er að koma með gos þennan dag en ekki orkudrykki. 
 
 

8.-10. bekkur

 

Eftir leiksýningu unglingastigs verður kaffiboð á gula og rauða gangi.
 
Nemendur í 8. bekk eru beðnir um að koma með 2 lítra af drykk (gos eða safa) og nemendur í 9. og 10. bekk eru beðnir um að koma með köku eða brauðrétt. Kaffi verður í boði skólans.
Nemendur þurfa að skila bæði drykkjum og kökum í heimilisfræðistofu áður en þeir eiga að vera mættir í heimastofu kl. 12.45.
 
Frumsýning leikritsins Vertu þú sjálfur hefst stundvíslega kl. 13.00 og stendur yfir í um klukkustund og hefst þá kaffiboð.
 
Foreldrar eru hjartanlega velkomnir.
 
 
 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan