2. mars 2016

Árshátíð Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla fyrir 1.-7. bekki verður með nokkuð breyttu sniði í ár.

Fimmtudaginn 10. mars verða haldnar nemendaárshátíðir á sal skólans fyrir yngsta- og miðstig. Nemendur hvers stigs eru þá samankomnir á sal þar sem þeir sýna og horfa á atriði. Ekki er gert ráð fyrir að foreldrar/forráðamenn séu gestir þennan daginn.

Skipulag dagsins er á þessa leið:

Kl. 8.10 – 1.-3. bekkur

Kl. 9.50 – 4.-7. bekkur

Kl. 12.30 – Generalprufa fyrir unglingaleikritið Frelsi. 4.-7. bekkur horfa á.

Að öðru leyti er kennt samkvæmt stundarskrá.

Föstudaginn 11. mars er svo árshátíð Heiðarskóla 2016.

Árshátíðin er þrískipt og eru tímasetningar sem hér segir:

1. - 3. bekkur - Mæting 8.10, hátíð hefst 8:20

4. - 7. bekkur - Mæting 10:15, hátíð hefst 10:30

8. - 10. bekkur - Mæting 12:45, hátíð hefst 13:00

Nemendur halda til í heimastofum sínum ásamt umsjónarkennara og koma í salinn til að sýna sín atriði samkvæmt dagskrá. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir á sal skólans þar sem vel ætti að fara um alla gesti.

Þennan dag er áætlað að hafa kaffiveitingar á svæði árganga eftir sýningu nemenda. Í ár koma stúlkur í 1.-5., 7. bekk og allir nemendur í 6.ÓB með 1 lítra af drykk (gos eða safa). Drengir í 1.-5., 7. bekk og allir nemendur í 6. HS koma með kökur, t.d. múffur, brúnkur, snúða, skinkuhorn, 10-12 stk. Nemendur skila bæði drykkjum og kökum til umsjónarkennara á árshátíðardegi. 

Á unglingastigi verður einnig kaffihús eftir leiksýningu unglingastigs. Nemendur í 8. bekk eru beðnir um að koma með 2 lítra af drykk (gos eða safa) og nemendur í 9. og 10. bekk eru beðnir um að koma með köku eða brauðrétt. Kaffi verður í boði skólans. Nemendur þurfa að skila bæði drykkjum og kökum í heimilisfræðistofu áður en þeir eiga að vera mættir í stofu kl. 12.45. 

Árshátíðardagurinn er skertur nemendadagur og lýkur því skóladegi að dagskrá hvers aldursstigs lokinni. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan