25. febrúar 2016

Andri Sævar og Urður í úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag voru þau Andri Sævar Arnarsson og Urður Unnardóttir valin úr hópi 7 nemenda í 7.bekk til að vera fulltrúar Heiðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Sandgerðisskóla 2. mars nk. Ásthildur Eva Hólmarsdóttir Olsen var jafnframt valin varamaður. Aðrir keppendur voru þau Ásta Rún Arnmundsdóttir, Ragnheiður Sunna Svandísardóttir, Guðmundur Rúnar Júlíusson og Ingvar Breki Karlsson. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og reyndist dómnefndinni það verkefni að velja aðeins tvo fulltrúa afar erfitt. Dómnefndina skipuðu þau Sóley Halla skólastjóri, Gunnar Þór Jónsson fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla og Guðmunda Lára Guðmundsdóttir skólafulltrúi Reykjanesbæjar. Allir nemendur í 7. bekk hafa fengið góða þjálfun í upplestri á undanförnum vikum og mun sú reynsla vafalaust nýtast þeim vel.

Ásthildur Eva, Andri Sævar og Urður

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan