21. febrúar 2014

Ánægjuleg íþróttavika að baki

Þá er ánægjulegri íþróttaviku lokið. Nemendur af öllum skólastigum skemmtu sér t.d. í brennó, gryfjubolta, survivor og fleiri skemmtilegum leikjum. Nemendur í 10. bekk kepptu svo á móti sprækum kennurum, piltarnir í fótbolta og stúlkurnar í stórubolta. Kennarar unnu góðan sigur í fótboltanum en þeir tefldu m.a. fram núverandi og fyrrverandi meistaraflokks mönnum. Ekki amalegt það! Mikill hamagangur var svo í stóruboltaleiknum. Stúlkurnar sluppu til allrar hamingju óskaddaðar úr leiknum en nokkra kennarana þurfti að plástra, kæla og kippi í lið! Þar var sem sagt ekkert gefið eftir en alls er óvíst hvort þessi ágæta tegund kappleiks verði endurtekin :) Í myndasafni má finna fleiri myndir.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan