20. mars 2013

Ánægjuleg árshátíð

Árshátíð Heiðarskóla var haldin í dag þar sem flestir nemendur skólans komu fram á sviði. Hátíðin var, eins og venja er, þrískipt. Sýnd voru fjölbreytt atriði á árshátíðum yngsta- og miðstigs en leikritið „Í sambandi" var frumsýnt á unglingastigi. Að hátíðunum loknum gæddu nemendur, foreldrar og starfsfólk sér á veitingum og nutu samverunnar. Fleiri myndir má sjá í myndasafni. 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan