8. september 2016

Alþjóðadagur læsis

Alþjóðadagur læsis er í dag, 8. september. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þann dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta. Ýmis verkefni hafa verið unnin í Heiðarskóla í tilefni af honum en á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 9. bekk rýna í orð úr lagatexta sem klipptur hefur verið í sundur og gera tilraun til þess að raða saman nýjum texta. Nemendur í 3. og 6. bekk heimsóttu Bókasafn Reykanesbæjar, lestrarvinir í 1. og 4. bekk hófu samstarf sitt og unnið var með texta um Justin Bieber svo fátt eitt sé nefnt.

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan