20. mars 2015

Almennar sýningar á Öskubusku

Hæfileikaríkur hópur nemenda úr 9. og 10. bekk frumsýndi söngleikinn um Öskubusku á árshátíð elsta stigs í dag. Leikritið er bráðskemmtileg nútímauppfærsla á hinu klassíska ævintýri. Leikgerðin er samin af Írisi Dröfn Halldórsdóttur en auk hennar settu þær Guðný Kristjánsdóttir og Gunnheiður Kjartansdóttir sýninguna á svið Frumleikhússins hér um árið. Guðný Kristjánsdóttir og María Óladóttir eru leikstjórar verksins.

Almennar sýningar verða á sal skólans sem hér segir:

Mánudagur 23. mars kl. 20.00

Miðvikudagur 25. mars kl. 17.30 og 20.00

Fimmtudagur 26. mars kl. 20.00

Miðaverð er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir grunnskólanemendur. Sýningin stendur yfir í rúma klukkustund.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan