17. febrúar 2016

Allir sigurvegarar!

10. bekkingar og kennarar mættust í árlegum viðureignum á íþróttasal í dag. Drengir og karlar kepptu í knattspyrnu og stúlkur og kerlur í brennó. Ekki er talin þörf á orðalengingum um úrslit viðureignanna að þessu sinni. Þeim verður best lýst á þann veg að allir hafi gert sitt besta og verið sannkallaðir sigurvegarar. ALLIR. Það að sá sem þetta ritar sé talinn til fullorðinna þátttakenda í þessum annars skemmtilega viðburði hefur nákvæmlega ekkert með skort á upplýsingum um úrslit að gera. Ekkert. :-D 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan