Áhugaverður fyrirlestur í boði Foreldrafélags Heiðarskóla þriðjudaginn 12. jan
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Heiðarskóla.
Foreldrafélag Heiðarskóla ætlar að bjóða foreldrum barna í 1.-10. bekk upp á fyrirlestur þriðjudaginn 12. janúar 2016, kl. 20:00 á sal skólans.
Fyrirlesturinn ber heitið „Ber það sem eftir er“ og fjallar um sexting, hrelliklám og netið. Fyrirlesturinn fjallar um mikilvæg þjóðfélagsmál varðandi börn og unglinga. Fræðsluátakið er unnið af Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, í samstarfi við Vodafone. Þórdís er rithöfundur, fyrirlesari og höfundur verðlaunaðra bóka og námsefnis fyrir ungmenni. Þar má nefna stuttmyndirnar „Fáðu já“ sem Páll Óskar leikstýrði árið 2013 og forvarnamyndina „Stattu með þér“ sem frumsýnd var í grunnskólum landsins síðastliðið haust.
Fyrirlesturinn fer þannig fram að sýnd verður upptaka af fyrirlestri sem Þórdís stýrir sjálf og er í um klukkustund að lengd. Fulltrúar frá foreldrafélagi Heiðarskóla skipuleggja fyrirlesturinn.
Foreldrafélag Heiðarskóla hvetur foreldra til að mæta og fræðast enn frekar um þetta málefni og öðlast frekari þekkingu á þessum heimi. Málefnið er þarft því þetta varðar okkur öll. Mikilvægt að foreldrar séu upplýstir um hvað er um að vera í netheiminum.
Boðið verður upp á kaffi og eitthvað með því.
Með von um jákvæð og góð viðbrögð,
Foreldrafélag Heiðarskóla.