17. maí 2019

Æsispennandi viðeignir 10. bekkinga og starfsfólks!

Viðureignir 10. bekkjar og starfsfólks fóru fram í morgun. Strákarnir áttust við fótbolta en stelpurnar í brennó. Karlarnir voru heldur fáliðaðir þetta árið og voru lánsmenn fengnir úr 9. bekk og Haraldur Axel kallaður til. Auk þess mætti bróðir nemanda úr 10. bekk, fyrrverandi nemandi okkar, til þess að fylgjast með en sá var sjanghæjaður í markið og stóð þá vakt með miklum ágætum. Að sjálfsögðu unnu karlarnir með einu marki en engum sögum fer af því hvaða leikmenn skoruðu mörkin eða á hvaða aldri þeir voru - enda algjört aukaatriði. Stelpurnar í 10. bekk bættu skort á snerpu og liðleika upp með litríkum 80´s búningum. Það vantaði annars ekkert upp á snerpuna og þaðan af síður liðleikann hjá starfsmönnunum - ekkert. Það kom því verulega á óvart að stúlkurnar í 10. bekk skyldu vinna báða brennóleikina :) Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan