Aðventan í Heiðarskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn.
Föstudagurinn 29. nóvember er skertur kennsludagur og mun skóla ljúka kl. 11.10. Nemendur í 1. - 4. bekk geta borðað hádegismatinn sinn áður en þeir fara heim eða í frístundaheimilið. Rétt er að taka fram að foreldrar nemenda í 5. - 10. bekk greiða ekki fyrir máltíðir á skertum dögum.
Þennan dag ætlum við að hefjast handa við að færa skólann í jólabúning og skreytinganna fáum við svo að njóta alla aðventuna. Nemendur í 7. - 10. bekk taka þátt í hinni árlegu stofuskreytingakeppni. Við hvetjum alla nemendur til að mæta íklædda einhverju sem minnir á jólin þennan dag.
Dagskrá aðventunnar verður með hefðbundnu sniði. Þar má sjá yfirlit yfir helstu viðburði sem eru sameiginlegir fyrir allan skólann eða aldursstig. Ég bið ykkur um að skoða það vel. Upplýsingar um annað uppbrot berast frá umsjónarkennurum.
Vakin er athygli á því að 12. desember verður hátíðarmatur í hádeginu. Þeir sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð, þ.e. hátíðarmiða á 600 kr. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir hátíðarmiða í mötuneytinu. Skólamatur mun breyta út af hefðinni og bjóða upp á kalkún ásamt meðlæti og mandarínu í eftirrétt. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 4. - 9. des. milli kl. 9-11 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.