27. apríl 2015

90.000 kr söfnuðust á styrktarsýningu!

Þriðjudaginn 21. apríl var sérstök styrktarsýning á leikritinu Öskubusku sem nemendur í 9. og 10. bekk hafa sýnt á sal skólans að undanförnu. Leikarahópurinn sjálfur lagði það til við leikstjórana sína að láta ágóðann af aukasýningu renna til Krabbameinsfélags Suðurnesja. Fullur salur fólks á öllum aldri skemmti sér á þessari lokasýning. Þær Margrét Eðvaldsdóttir, Þórey Garðarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir starfsmenn Heiðarskóla, sáu um að selja veitingar og var ágóðinn einnig hluti af styrktarfénu. Alls söfnuðust um 90.000 kr. sem afhentar voru að sýningu lokinni. Krakkarnir voru að vonum glaðir og ákaflega stoltir yfir þessu góða framtaki sínu. Þeir eiga sannarlega hrós skilið og skólinn er þeim og leikstjórum þeirra afar þakklátur fyrir vandaðar og skemmtilegar leiksýningar.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan