8. DG hljóp mest í Heiðarskólahlaupinu
Í lok september fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Heiðarskóla, skólahlaupið sem áður hét Norræna skólahlaupið. Annað árið í röð fór fram sérstök hlaupakeppni á milli bekkja á unglingastigi og var þátttakan mjög góð. Margir nemendur lögðu sig fram fyrir bekkinn sinn og hlupu eins mikið og þeir gátu enda var mjög mjótt á munum þegar farið var að reikna saman meðaltal hlaupalengda bekkjanna. Höfðu nemendur val um að ganga/hlaupa 1 - 4 hringi í skólahverfinu eða 2,5 - 10 km. Í ár báru krakkarnir í 8. DG sigur úr býtum en þeir hlupu að meðaltali 6,875 km. Afar mjótt var á munum en í 2. og 3. sæti voru 8. HB og 10. EÞ en báðir bekkir hlupu að meðaltali 6, 83 km.
Yngri nemendur stóðu sig ekki síður vel og lögðu sig fram við verkefnið þó að ekki færi fram keppni í þeim aldurshópum.