8. bekkur fær i-pad mini til afnota
Í gær, fimmtudag, fengu allir nemendur í 8. bekk afhendar i-pad mini spjaldtölvur til afnota í námi. Fundur var haldinn um morguninn með nemendum og foreldrum þeirra þar sem farið var yfir notkunarskilmálana og voru lánssamningar við skólann undirritaðir. Tímanum fram að vori verður varið til aðlögunar en áætlað er að spjaldtölvurnar verði notaðar af fullum krafti þegar nemendur hefja 9. bekk næsta haust.