4. bekkur söng fyrir heimlisfólkið á Hlévangi
Nemendur úr 4. bekk heimsóttu heimilisfólkið á Hlévangi föstudaginn 16. desember. Farið var með strætisvagni áleiðis um morguninn og genginn síðasti spölurinn. Krakkarnir sungu nokkur jólalög í matsalnum þar sem hópur heimilisfólks hafði komið sér fyrir til að hluta á sönginn. Það var ekki annað að sjá og heyra en að áhorfendur kynnu vel að meta þessa heimsókn á aðventunni. Þegar söngnum lauk var boðið upp á smá hressingu og að því loknu var komið að kveðjustund. Gengið var að næstu stoppistöð strætó og farið til baka í skólann.