25 ára afmæli Heiðarskóla
Í haust hóf Heiðarskóli sitt 25 starfsár og síðastliðinn föstudag hélt skólinn uppá það og bauð nemendum, foreldrum/forráðamönnum og öðrum gestum í veislu og gerðu sér glaðan dag saman.
Nemendur byrjuðu daginn á því að mæta í heimastofur og fengu þeir sem vildu andlitsmálningu. Því næst var haldið í íþróttahús skólans þar sem Guðný Kristjánsdóttir kennari við skólann var afmælisstjóri. Lóa Björg skólastjóri var með stutt ávarp. Helgi Arnarson sviðsstjóri Menntasviðs var með stutta kveðju og færði ásamt Haraldi Axel Einarssyni grunnskólafulltrúa og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra skólanum gjafir sem munu nýtast skólanum vel. Því næst mættu VÆB bræður og héldu uppi miklu fjöri og fengu flest alla í húsinu til að dans. Því næst var boðið uppá afmælisköku og hina ýmsu leiki á útisvæði skólans áður en nemendur héldu heim á leið. Góður og skemmtilegur dagur hjá okkur í Heiðarskóla.