2. sætið í Gettu enn betur
Þau Svava Rún, Sigurður Skagfjörð og Bergur Daði í 10. ÍS kepptu fyrir hönd skólans í spurningakeppni grunnskóla Reykjanesbæjar, Gettu enn betur, þann 13. mars sl. Þau unnu lið Myllubakkaskóla í fyrstu atrennu og síðan lið Njarðvíkurskóla og komust þar með í úrslitaviðureignina. Þar mættu þau piltunum úr Akurskóla en þurftu að játa sig sigruð að góðri keppni lokinni. 2. sætið var því þeirra og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að hafa tekið þátt í þessari skemmtilegu keppni fyrir hönd skólans og óskum þeim til hamingju með árangurinn.