14. febrúar 2014

„Þið eruð frábær!"

Þorgrímur Þráinsson kom og hitti nemendur í 5.-7. bekk á sal skólans í dag. Hann átti með þeim ánægjulega stund þar sem hann ræddi m.a. við þá um að hver og einn þeirra væri frábær og til þess að þeir gætu látið draumana rætast og náð árangri í lífinu þurfi þeir að leggja sig fram. Þetta útskýrði hann með ýmsum dæmisögum, sýndi þeim hvernig hjól lífsins virkar og hvatti þá til að koma vel fram við aðra. Þorgrímur hefur komið til okkar síðast liðin þrjú ár og haldið áhugaverða fyrirlestra fyrir nemendur í 10. bekk. Þetta var í fyrsta sinn sem hann ræddi við nemendur á miðstigi en Foreldrafélag Heiðarskóla kostaði þessa heimsókn Þorgríms og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir.

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan