Háttvísi – Hugvit – Heilbrigði

Frístundaskólinn

Frístundaskóli Heiðarskóla 

Umsjónarmaður frístundaskólans 2016-2017 er Margrét Jóhannsdóttir. Aðrir starfsmenn eru Aldís Eyja Einarsdóttir, Andri Már Þorsteinsson, Inga Margrét Þorsteinsdóttir og Ólafur Hansson.

Viðtalstími alla daga frá 12:30 - 13:00 í frístundarrými eða í síma 864 6791

Sími: 864 6791
Ritari skólans: 420 4500

Tölvupóstur: fristund@heidarskoli.is

Í  Heiðarskóla er boðið upp á Frístundarskóla fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og starfar hann til kl. 16.00.  Í Frístundaskólanum er skipulögð dagskrá  þar sem hugað er að frjálsum leik, listum, fræðslu, hreyfingu ásamt næringu og hvíld. Starfsfólk skólans vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Frístundaskólinn hefur til afnota  fjölnota stofu í gula turni, sal skólans, sérgreinastofur  og annað húsnæði sem þykir þörf á og hentar hverju sinni. Síðdegishressing er útbúin af Skólamat.


Fjórir starfsmenn sjá um Frístundaskólann í vetur en í skólabyrjun voru 46 nemendur skráðir í hann. Frístundaskólinn starfar einnig á svokölluðum skertum nemendadögum en er lokaður á  starfsdögum og í vetrarleyfum skólans. Þegar sótt er um dvöl í Frístundaskólanum þarf að fylla út umsókn á Mitt Reykjanes. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn.  Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar.  Segja verður upp vist í Frístundaskólanum með tveggja vikna fyrirvara.  Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólaritara fyrir kl. 13 þá daga sem nemendur koma ekki í Frístundaskólann.


Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir Frístundaskólann. Fast mánaðargjald er kr. 16.000 á mánuði. Tímagjald er kr. 355 en þá er einungis greitt fyrir frístundavistunina. Síðdegishressing kostar kr. 115. 

Upplýsingabækling um Frístundaskólann má skoða hér:

Bæklingurinn sem pdf skrá

ad_image ad_image ad_image