6. febrúar 2023

Viðurkenning í ljóðasamkeppni

Nemendur í 4. bekk sendu inn ljóð í ljóðasemkeppnina Ljóðaflóð. Þrjú ljóð úr þeirra hópi voru valin meðal þeirra bestu á yngsta stigi. Höfundar ljóðanna voru þær Elma Júlía Einarsdóttir, Emma Bjarnadóttir og Rakel Lilja Ragnarsdóttir.

Menntamálastofnun, í samstarfi við Krakkarúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt og vönduð ljóð bárust. Nemendur sömdu bæði bundin og óbundin ljóð, hækur og myndljóð en alls bárust 302 ljóð frá 28 skólum víðs vegar að af landinu. 

Við óskum þeim Elmu Júlíu, Emmu og Rakel Lilju innilega til hamingju. Hér fyrir neðan má lesa ljóð þeirra.

Ég sit í ró og næði.
Í skóginum rigning fellur.
Ég sit undir tré og hlusta á ró og næði.
Ég labba á ströndina.
Tíni upp skeljar.

Höfundur: Elma Júlía Einarsdóttir, 4. bekk Heiðarskóla

Kötturinn
Hann mjálmar og mjálmar.
Hann er góður
en getur samt bitið.
Hann er vinur minn.

Höfundur: Rakel Lilja Ragnarsdóttir, 4. bekk Heiðarskóla

Við eigum bara 1 líf
Ég ligg á hól
og horfi á skýin
og þau hreyfast
hægt og rólega.

Höfundur: Emma Bjarnadóttir, 4. bekk Heiðarskóla

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan