7. október 2020

Upplýsingar vegna smits og sóttvarna

Starfsmaður í Heiðarskóla hefur greinst með Covid smit og er það er krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að öll börn í 1. og 2. bekk ásamt 6 starfsmönnum fari í sóttkví frá og með 6.október þar til niðurstaða úr skimun liggur fyrir. Komi engin smit upp í skimun mæta allir í skólann á mánudaginn í næstu viku. Við höfum farið í einu og öllu eftir tilmælum smitrakningarteymis og unnið eftir því verklagi sem þeir setja okkur. Ef einhverjar spurningar vakna biðjum við ykkur þó um að hika ekki við að hafa samband.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan