12. mars 2020

Skrautlegir sokkar á Mottudeginum

Föstudagurinn 13. mars er Mottudagurinn og þann dag eru allir í Heiðarskóla hvattir til að mæta í skrautlegum sokkum í skólann.

Eins og kemur fram á vefsíðu verkefnisins Mottumars er marsmánuður ár hvert tileinkaður körlum og krabbameinum og er það eitt árvekni- og fjáröflunarátaka Krabbameinsfélags Íslands. Meginmarkmið Mottumars: Karlmenn og krabbamein er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn.

---
EN: Students and staff in Heiðarskóli are encouraged to wear colorful socks on Friday 13th because of ,,Mottumars" (Mustache March). Mottumars is an alertness and charity project that is aimed to tackle cancer among men.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan