Háttvísi – Hugvit – Heilbrigði

Fréttir

Sigur í fótboltamóti grunnskólanna í Reykjanesbæ

Á dögunum fór fram knattspyrnumót grunnskólanna í Reykjanesbæ í flokki drengja. Lið Heiðarskóla mætti drengjunum úr Akurskóla í fyrsta leik og unnu þá naumlega 1 - 0. Heiðarskóladrengir unnu síðan öruggan sigur á liði Myllubakkaskóla 7 - 1 og mættu loks liði Holtaskóla í úrslitaleik. Skemmst er frá því að segja að okkar drengir báru sigur úr býtum með 2 - 0 sigri. Við óskum drengjunum til hamingju með árangurinn. 

ad_image ad_image ad_image