Háttvísi – Hugvit – Heilbrigði

Fréttir

Markmiðasetningardagur 3. október

Miðvikudagurinn 3. október er markmiðasetningardagur í Heiðarskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar/forráðamenn í 2. - 10. bekk samtal um markmið nemenda fyrir skólaárið og fleira.
Foreldrar barna í 1. bekk eru boðaðir á lestrarfræðslu á sal skólans kl. 8.15 - 8.45. Áhersla er lögð á að allir nemendur í 1. bekk eigi a.m.k. einn fulltrúa á fundinum og verður mæting skráð. Þessar 30 mínútur sem fræðslan fer fram er frístund opin öllum í 1. bekk, hvort sem börn eru skráð í hann eða ekki. Að fræðslu lokinni fylgja þau börn sem ekki eru í frístund foreldrum sínum heim.
Frístundaheimlið er opið frá kl. 8.10 - 16.15.

Skráning samtalstíma fer fram á Mentor. Hefst hún að morgni föstudagsins 28. september og lýkur að kvöldi mánudagsins 1. október. Leiðbeiningar um hvernig skrá á tíma má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Á föstudaginn fengu allir nemendur með sér í töskupósti bréf sem snýr að samþykki vegna myndatöku í skóla og birtingu myndefnis. Þessu blaði þarf að skila útfylltu og undirrituðu til umsjónarkennara á markmiðasetningardaginn. Bréfið var einnig sent með tölvupósti sem fór á alla foreldra fyrir helgi. Athygli er vakin á því að aðeins er óskað eftir undirskrift annars foreldris/forráðamanns. Búi forsjáraðilar ekki saman þurfa þeir að komast að samkomulagi um hvort samþykkið verði veitt eða ekki. Brýnt er að bréfið skili sér til umsjónarkennara eigi síðar en 3. október.
 
ad_image ad_image ad_image