13. desember 2019

Jólaskemmtun og jólafrí

Föstudaginn 20. desember verður hin árlega jólaskemmtun í skólanum. Allir nemendur verða saman í íþróttahúsinu í upphafi. Þar munu nemendur í 7. bekk leika jólaguðspjallið, nemendur flytja söng- og tónlistaratriði og svo verður að sjálfsögðu dansað í kringum jólatréð við undirleik Guðmundar Hermannssonar. Að því loknu fer hver bekkur í sína heimastofu og heldur stofujól með umsjónarkennara sínum. Nemendur mega koma með smákökur eða annað sætabrauð og drykk að eigin vali. Gos er leyfilegt en þó ekki orkudrykkir. Nemendur eiga að mæta snyrtilega klæddir kl. 8.45 í heimastofur og áætlað er að skemmtuninni ljúki um kl. 10.30. Þennan dag er frístundaheimilið lokað.

Jólafrí nemenda hefst að lokinni jólahátíð. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar 2020. Föstudaginn 3. janúar er starfsdagur og því frí í skólanum og frístundaheimilið lokað.

                                                                             - 

Heiðarskóli´s Christmas celebration will be on the 20th of December. Students will meet their teachers in their classroom at 8.45 am and the celebration will end at around 10.30. Students should dress according to the occasion and bring Christmas cookies or other kinds of cakes/pastries and a drink for themselves. Soft drinks are allowed but no energy drinks.
The Christmas vacation will start on the 21st of December. School will start again on the 6th of January.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan