1. febrúar 2023

Heiðarskólinn okkar, samtal um skólastarf

Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 17.00, verðum við með umræðufund um skólastarfið í Heiðarskóla. Markmiðið er að eiga gott samtal um skólastarfið okkar, hvað við viljum sjá meira af í okkar skóla og hvaða þáttum við þurfum að skerpa á.
Það hefur sýnt sig að áhrif foreldra á skólastarfið getur aukið vellíðan barna og leitt til betri námsárangurs. Við í Heiðarskóla leggjum áherslu á að foreldrar/forráðamenn séu virkir þátttakendur í skólasamfélaginu okkar og geti haft áhrif.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan