Háttvísi – Hugvit – Heilbrigði

Fréttir

Einar Mikael töframaður í heimsókn

Einar Mikael töframaður heimsótti 1. - 4. bekk í dag. Tilefnið var 20 ára afmæli Ljósanætur og tilraun til að slá Íslandsmet í töfrabrögðum.  Hann kenndi nemendum einfaldan spilagaldur og hvatti þau til að mæta við stóra sviðið á morgunn kl.15:30 til þess að taka þátt í Íslandsmetinu.  Einnig gaf hann öllum eitt spil sem þau geta mætt með á morgunn.  Nemendur og starfsfólk hafði gaman að heimsókninni og þökkum við Einari Mikael kærlega fyrir komuna.

ad_image ad_image ad_image