16. mars 2022

Árshátíð Heiðarskóla

Föstudaginn 18. mars fer árshátíð Heiðarskóla fram án takmarkanna vegna heimsfaraldurs. Því fögnum við að sjálfsögðu og hlökkum til að fá gesti í hús. Árshátíðin er að venju þrískipt og má sjá tímasetningar hér fyrir neðan. 

Hjá okkur er hefð fyrir því að hafa sérstakt þema annað hvert ár og á móti eru efnistök frjáls. Í ár er það tilfellið og verða fjölbreytt atriði sýnd á árshátíð yngsta og miðstigs. Unglingarnir munu svo frumsýna söngleikinn ,,Grís“ síðdegis. Almennar sýningar á verkinu verða auglýstar síðar.

Tímasetningar eru sem hér segir:

Yngsta stig, 1.-4. bekkur: Mæting í heimastofu kl. 8.10, hátíð hefst kl. 8:30

Miðstig; 5.-7.bekkur: Mæting í heimastofu kl. 10:15, hátíð hefst kl. 10:30.

 

Fresta verður árshátíð elsta stigs, til miðvikudagsins 23. mars. Póstur hefur verið sendur á foreldra.

Elsta stig, 8.-10. bekkur:  Mæting í heimstofu kl. 13:45, hátíð hefst kl. 14:00.

 

Að hverri sýningu lokinni verður nemendum og gestum boðið upp á skúffuköku í tilefni dagsins.

Nemendur koma með eigin drykki en kaffi verður í boði fyrir fullorðna fólkið.

Árshátíðardagurinn er skertur skóladagur og frístund lokuð.

 

---

Our annual school festival will be held on March 18th in three parts at the times shown below.

1st - 4th grade: Student´s come to their classroom at 8.10 am, show starts at 8.30

5th - 7th grade: Student´s come to their classroom at 10.15 am, show starts at 10.30

 

The oldest annual school festival will be postponed until Wednesday 23 March.

8th - 10th grade: Students come to their classroom at 13:45, the festival starts at 14:00.

 

At the end of the show, there will be a chocolate cake for everyone. Students bring their own drink but coffee will be served for grown-ups.

The school festival day is a short student day and frístund is closed.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan